Aðstaðan / Facilities

Hús og umgengnisreglur í Áfangagili   

Hús og umgengisreglur í Áfangagili.

Leigjandi fær húsið til afnota kl 16 á komudegi.

Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.

Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón, sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutíma.

Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi, ræsta húsið við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað.

Leigjandi skal koma til dvalar í húsinu á skiptidegi (nánar í athugasemdum).

Leigjandi skal ganga vel um staðinn og gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt.

Leigjandi skal vera búin að skila húsinu fyrir kl 12 á brottfarardegi.

Ekki er leyfilegt að beita hrossum í fjárgirðingu.

 

Reglur ferðamannsins   

Nú fer sá tími í hönd að fólk fer að hugsa sér til hreyfings. Við hjá Áföngum ehf. viljum benda fólki á að hafa eftirfarandi reglur í huga og benda öðrum á að gera slíkt hið sama:

Akið ekki utan merktra vega.
Eyðið ekki eða spillið gróðri.
Truflið ekki dýralíf.
Kveikið ekki elda.
Setjið allt rusl í sorptunnur.
Hlaðið ekki vörður.
Letrið ekki á náttúrumyndanir.
Spillið ekki hverum og laugum.
Tjöldun utan tjaldsvæða er óheimil nema með leyfi landvarða.
Rjúfið ekki öræfakyrrð að óþörfu.

Kærar þakkir fyrir skilningin, hlökkum til að taka á móti gestum sumarsins.